Keppni í fullum gangi í Bikarkeppni FRÍ á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
06.07.2025
kl. 11.14
Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hófst í gær á Sauðárkróki og heldur áfram í dag við fínar aðstæður en nú þegar líður að hádegi er glampandi sól, um 15 stiga hiti og býsna stillt á skagfirska vísu. Keppt var í 14 greinum í gær og eftir fyrri daginn er staðan þannig að lið FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig. Það væri því ekki vitlaust að mæta á völlinn og styðja okkar fólk.
Meira